Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir tilboðum í:
„Athafnasvæði við Sóheimaveg – gatnagerð“
Verkið felur í sér gerð á nýjum götum í Borgargili við Sólheimaveg. Stofngötu og tvo botnlanga út frá stofngötu, Borgargil 2-8 og Borgargil 10-24. Einnig er innifalið að tengja vatns- og hitaveitustofna við núverandi lagnir.
Verktaki skal jarðvegsskipta götustæði samkvæmt kennisniðum og leggja styrktarlag. Verktaki skal einnig leggja vatnsveitu, hitaveitu, reisa ljósastaura og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annarra veitna.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 5.309 m³
Styrktarlag 6.949 m³
Vatnslagnir 531 m
Hitaveitulagnir 682 m
Ljósastaurar 5 stk
Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 2023.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með miðvikudeginum 3. maí 2023. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Magnús Ólason hjá Eflu á Suðurlandi með tölvupósti í netfangið mao@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Eflu, Austurvegi 1-5, 800 Selfossi, fyrir kl. 11.00 föstudaginn 19. maí 2023 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.