Home Fréttir Í fréttum Byrjað verður á eitt þúsund færri íbúðum

Byrjað verður á eitt þúsund færri íbúðum

115
0
Þótt víða megi sjá byggingakrana er skortur á íbúðum fyrirsjáanlegur. RÚV – RÚV - Kristján Þór Ingvarsson

Hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að útlit sé fyrir að byrjað verði að byggja eitt þúsund færri íbúðir á næstu tólf mánuðum, miðað við undanfarna tólf mánuði. Ungum kaupendum fækkar stöðugt.

<>

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) birti mánaðarskýrslu sína í morgun. Þar kemur meðal annars fram að 43 gjaldþrot fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá HMS segir að hár fjármögnunarkostnaður vegna hærri stýrivaxta og tregari sala á íbúðum hafi hægt mjög á markaðinum: „Og gerir það að verkum að verktakar bæði vilja draga úr og kannski hafa ekki alveg tök á að hafa eins mikil umsvif og áður.“

Þessi staða eigi eftir að hafa veruleg áhrif þegar fram í sækir, því þegar minna sé byggt hækki fasteignarverð meira til lengri tíma. Hann bendir á að Samtök iðnaðarins hafi látið gera könnun meðal sinna félagsmanna um hvað væri fram undan í byggingu nýrra íbúða.

„Þessi könnun náði til 26 prósent markaðarins. Og samkvæmt þeim, þá er fyrirhugað að fara af stað með bara með þriðjung af þeim fjölda á næstu tólf mánuðum, miðað við undanfarna tólf mánuði. Þannig að þessi fyrirtæki sjá fram á að leggja af stað með þúsund færri íbúðir, heldur en var,“ segir Kári S. Friðriksson.

Þá bendir Kári á að fyrstu kaupendum fækki stöðugt. Þeir hafi verið í kringum 500 á fyrsta fjórðungi ársins en 1.300 á fyrsta fjórðungi ársins 2021.

Heimid: Ruv.is