Home Fréttir Í fréttum Raunverð nýrra íbúða að lækka

Raunverð nýrra íbúða að lækka

105
0
Framkvæmdir í hverfinu í Garðabæ eru komnar vel af stað og margar íbúðir tilbúnar í sölu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Raun­verð nýrra íbúða á Eski­ási í Garðabæ hef­ur lækkað milli ára. Nafn­verðið hef­ur enda ekki haldið í við verðbólgu.

<>

Þetta kem­ur í ljós þegar verð 35 íbúða á Eski­ási 3 er borið sam­an við verð 35 íbúða á Eski­ási 1 en þess­ar íbúðir fóru í sölu með árs milli­bili: Eski­ás 1 kom í sölu fyr­ir um ári en sala á Eski­ási 3 hófst í síðustu viku.

Örn V. Kjart­ans­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins Eski­áss, staðfest­ir þetta en alls verða 276 íbúðir á níu lóðum/​reit­um á Eski­ási 1-8 og Eski­ási 10.

Hófst í maí 2022
For­sala íbúða í Eski­ási 1 hófst í maí 2022 en ríf­lega sjö hundruð manns höfðu þá skráð sig á póstlista vegna nýju íbúðanna, líkt og fram kom í Morg­un­blaðinu 27. maí í fyrra. Þegar form­leg sala íbúðanna hófst höfðu selst 30 af 35 íbúðum. Nú er hins veg­ar búið að selja fimm af 35 íbúðum á Eski­ási 3 en fjöl­býl­is­hús­in í Eski­ási 1 og 3 eru næst­um eins.

Heimild: Mbl.is