Home Fréttir Í fréttum 4,2 milljarðar munu fara í framkvæmdir við Þjóðskjalasafns Íslands á næstu sex...

4,2 milljarðar munu fara í framkvæmdir við Þjóðskjalasafns Íslands á næstu sex árum

216
0

Í desember 1985 keypti íslenska ríkið hús Mjólkursamsölunnar við Laugaveg undir Þjóðskjalasafn Íslands. Staðgreiðsluverð hússins var metið 75 milljónir króna, eða sem samsvarar um 740 milljónum á núvirði miðað við byggingarvísitölu.

<>

Alla tíð síðan hefur verið unnið að endurbótum á húsnæðinu og hafa þær kostað um 1,2 milljarða króna á núvirði frá árinu 1994. Þessum endurbótum virðist alls ekki vera lokið. 4,2 milljarðar króna munu fara í framkvæmdir við húsnæði Þjóðskjalasafns Íslands á næstu sex árum samkvæmt drögum að framkvæmdaáætlun sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

Mesti kostnaðurinn er vegna nýbyggingar í portinu á milli safnhúsanna, sem mun tengja skrifstofuálmu safnsins á vesturhluta svæðisins við skjalageymslur þess á austurhlutanum. Nýbygging þessi mun kosta 3,7 milljarða króna samkvæmt framkvæmdaáætluninni.

Segir upphæðirnar ótrúlegar

Spurður um þær fjárhæðir sem áætlað er að verja í uppbyggingu við Þjóðskjalasafnið segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, að um ótrúlegar upphæðir sé að ræða.

Heimild: Vb.is