Home Fréttir Í fréttum Einn réttur – Ekkert svindl – herferð ASÍ

Einn réttur – Ekkert svindl – herferð ASÍ

115
0
Er yfirskrift herferðar ASÍ sem hefst innan skamms. Verkalýðshreyfingin hefur vaxandi áhyggjur af ólöglegu vinnuafli á landinu, bæði í byggingariðnaði og ferðaþjónustu.

Ungt fólk og útlendingar mest útsett

Það eru ákveðnir hópar sem lenda helst í að brotið sé á þeim, með því að ekki er greitt samkvæmt kjarasamningum, orlof sé ekki reiknað, og veikindaréttur sé hunsaður, segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, þessu er Gísli Davíð Karlsson lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun sammála, en oft þurfi stofnunin að koma að alls konar misbrestum á vinnustöðum gagnvart starfsfólki og að við hér á Íslandi séum komin styttra en nágranna þjóðir hvað varðar ólöglega starfshætti.

<>

Menn verða að vanda sig

Segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, en hann telur þó vandamálið ekki eins víðtækt og ASÍ og Vinnumálastofnun. Það vinna um 12000 manns í byggingageiranum og við verðum að manna verkin með erlendum starfsmönnum, við höfum hreinlega ekki nógu marga innlenda verka- og iðnaðarmenn.

Vandmálið þrífst í allri Evrópu og víðar

Segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Hún segir aðeins einn dóm hafa fallið hér á landi í mansalsmáli, árið 2010, en refsiramminn er 12 ár. Hún fagnar aðgerðum og samvinnu við aðrar stofnanir í samfélaginu til að fylgjast með vinnustöðum, bæði með heimsóknum og á annan veg.

Heimild: Rúv.is