Home Fréttir Í fréttum Ríkustu Ís­lendingarnir: Byggt upp ÞG verk í aldarfjórðung

Ríkustu Ís­lendingarnir: Byggt upp ÞG verk í aldarfjórðung

360
0
Þorvaldur H. Gissurarson er umsvifamikil á byggingar- og húsnæðismarkaðnum. Ljósmynd: BIG

Þorvaldur er forstjóri og eigandi byggingafyrirtækisins ÞG Verks, en hann stofnaði fyrirtækið árið 1998.

<>

Þorvaldur H. Gissurarson er umsvifamikil á byggingar- og húsnæðismarkaðnum. Hann er meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.

Þorvaldur er forstjóri og eigandi byggingafyrirtækisins ÞG Verks, en hann stofnaði fyrirtækið árið 1998. Þá á hann einnig fasteignarþróunarfélagið Arcus.

ÞG Verk hefur meðal annars leitt íbúðauppbyggingu í Urriðaholti, byggt skóla í Árborg og Urriðaholti, steypt upp nýju Landsbankabygginguna við Austurbakka, leitt uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Hafnartorgi og byggir nú nýja skrifstofubyggingu Alþingis.

Heimild: Vb.is