Home Fréttir Í fréttum Ljósleiðarastrengur í sundur og truflanir víða

Ljósleiðarastrengur í sundur og truflanir víða

212
0
Ljósleiðarinn slitnaði við framkvæmdir við Hótel Sögu í morgun. VÍSIR/EGILL

Ljósleiðari var grafinn í sundur við framkvæmdir við Hótel Sögu í morgun með þeim afleiðingum að truflun hefur orðið á netsambandi í hið minnsta tveimur hverfum borgarinnar. Jón Ingi Ingimundarson, forstöðumaður Tæknideildar hjá Ljósleiðaranum segir viðgerðir standa yfir.

<>

„Það urðu ljósleiðaraslit við háskólann og því hafa orðið truflanir á netsambandi í miðborginni,“ segir Jón Ingi.

Vísi hafa borist ábendingar frá íbúum um að truflun hafi einnig orðið á netsambandi í Breiðholtinu.

„Það geta verið truflanir hjá einstaka fjarskiptafyrirtækjum sem eru að nota ljósleiðarann,“ segir Jón Ingi. „Við höfum ekki innsýn inn í það hvernig þeirra kerfi starfa.“

Ljósleiðaraslit líkt og þessi séu ekki eins óalgeng og halda mætti.

„Það var ræstur út mannskapur strax í morgun um leið og þetta gerðist og það er verið að vinna að því að laga þetta. Vonandi verður þeirri vinnu lokið á næstu klukkustundum.“

Heimild: Visir.is