Home Fréttir Í fréttum Ríkustu Íslendingarnir: Umsvifamiklir í byggingariðnaði

Ríkustu Íslendingarnir: Umsvifamiklir í byggingariðnaði

356
0
Gunnar Þorláksson og Gylfi Ómar Héðinsson, stofnendur og eigendur BYGG. Ljósmynd: Mbl

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hefur um árabil verið eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins.

<>

Gylfi Ómar Héðinsson múrarameistari og Gunnar Þorláksson húsasmíðameistari stofnuðu Byggingarfélag Gylfa og Gunnars, betur þekkt sem BYGG, árið 1984. Gylfi og Gunnar eiga hvor um sig helmingshlut í BYGG.

Fyrirtækið hefur um árabil verið eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins og samkvæmt tímariti Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtæki landsins var BYGG fjórða stærsta verktakafyrirtæki ársins 2021 og 108. stærsta fyrirtæki landsins.

Félagið velti rúmlega 9,5 milljörðum króna árið 2021 en velta dróst þó saman um 30% frá fyrra ári. Hagnaður ársins 2021 nam svo rúmlega 1,3 milljörðum en árið áður nam hagnaðurinn rúmlega 2,1 milljarði.

Heimild: Vb.is