VSÓ Ráðgjöf ehf, fyrir hönd Mosfellsbæjar, óskar eftir tilboðum í verkið Uppsteypa og fullnaðarfrágangur vegna nýs leikskóla í Helgafellshverfi.
Tilboð skal gera samkvæmt útboðsgögnum þessum eins og þeim er lýst í grein 0.2.1 „Útboðsgögn“.
Lauslegt yfirlit yfir verkið
Um er að ræða uppsteypu og fullnaðarfrágang á um 1680m2 leikskóla og tilheyrandi lóð að Vefarastræti 2-6 (lóðanr. 211651) í Mosfellsbæ. Leikskólinn er á tveimur hæðum. Um er að ræða steypta byggingu með álkerfi.
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
- Uppsteypa
- Frágangur utanhúss
- Frágangur innanhúss
- Frágangur lóðar
- Uppsetning leiktækja
Helstu magntölur eru:
- Steypa: 1.260m3
- Steypumót: 7.500m3
- Bendistál: 110 tonn
- Einangrun og klæðning útveggja: 1.050m2
- Stærð lóðar: 5.900m2
Verktaki tekur við lóð þegar jarðvinnuvertaki hefur lokið störfum, og stoðveggjaverktaki er klára að reisa stoðveggi umhverfis lóð. Vinna verktaka felst í að steypa upp leikskóla, framkvæma nauðsynlegar fyllingar innan lóðar og mannvirkja ásamt því að loka og klára húsið að fullu að innan og utan. Lóð skal fullkláruð með leiktækjum, bílaplani og gönguleiðum.
Verkinu skal að fullu lokið samræmi við ákvæði útboðsgagna.
Útboðsgögn verða afhent í rafræna útboðskerfinu vso.ajoursystem.net
Tilboðum skal skila rafrænt í sama útboðskerfi eigi síðar en 19. maí 2023.
Verki skal lokið 1. maí 2025.