Home Fréttir Í fréttum 19.05.2023 Upp­steypa og fulln­að­ar­frá­gang­ur vegna nýs leik­skóla í Helga­fells­hverfi.

19.05.2023 Upp­steypa og fulln­að­ar­frá­gang­ur vegna nýs leik­skóla í Helga­fells­hverfi.

283
0
Helga­fells­hverfið í Mos­fells­bæ Mynd: mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

VSÓ Ráð­gjöf ehf, fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar, ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið Upp­steypa og fulln­að­ar­frá­gang­ur vegna nýs leik­skóla í Helga­fells­hverfi.

<>

Til­boð skal gera sam­kvæmt út­boðs­gögn­um þess­um eins og þeim er lýst í grein 0.2.1 „Út­boðs­gögn“.

Laus­legt yf­ir­lit yfir verk­ið

Um er að ræða upp­steypu og fulln­að­ar­frá­gang á um 1680m2 leik­skóla og til­heyr­andi lóð að Vefara­stræti 2-6 (lóð­anr. 211651) í Mos­fells­bæ. Leik­skól­inn er á tveim­ur hæð­um. Um er að ræða steypta bygg­ingu með ál­kerfi.

Helstu verk­þætt­ir eru eft­ir­far­andi:

  • Upp­steypa
  • Frá­gang­ur ut­an­húss
  • Frá­gang­ur inn­an­húss
  • Frá­gang­ur lóð­ar
  • Upp­setn­ing leik­tækja

Helstu magn­töl­ur eru:

  • Steypa: 1.260m3
  • Steypu­mót: 7.500m3
  • Bend­istál: 110 tonn
  • Ein­angr­un og klæðn­ing út­veggja: 1.050m2
  • Stærð lóð­ar: 5.900m2

Verktaki tek­ur við lóð þeg­ar jarð­vinnu­ver­taki hef­ur lok­ið störf­um, og stoð­veggja­verktaki er klára að reisa stoð­veggi um­hverf­is lóð. Vinna verk­taka felst í að steypa upp leik­skóla, fram­kvæma nauð­syn­leg­ar fyll­ing­ar inn­an lóð­ar og mann­virkja ásamt því að loka og klára hús­ið að fullu að inn­an og utan. Lóð skal full­klár­uð með leik­tækj­um, bíla­plani og göngu­leið­um.

Verk­inu skal að fullu lok­ið sam­ræmi við ákvæði út­boðs­gagna.

Út­boðs­gögn verða af­hent í ra­f­ræna út­boð­s­kerf­inu vso.ajour­system.net

Til­boð­um skal skila ra­f­rænt í sama út­boð­s­kerfi eigi síð­ar en 19. maí 2023.

Verki skal lok­ið 1. maí 2025.