F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Nauthólsvegur 79, færsla lagna 2023, útboð nr. 15815
Úttboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 15:00 þann 18. apríl 2023. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 8. maí 2023.
Lauslegt yfirlit yfir verkið og helstu magntölur:
Gatna- og stígagerð
Verkið felst í gerð stígs meðfram Flugvallarvegi og endurgerð stígs meðfram Nauthólsvegi í legu nýrra lagna. Jarðvegsskipt verður undir stígum samkvæmt kennisniðum.
Lokun undirganga
Undirgöngum undir Flugvallarveg skal lokað. Verktaki skal fjarlægja hluta af steyptum gangnaenda og fylla í göng með grús.
Veitulagnir
Verkið er í aðalatriðum fólgið í því, að verktaki skal endurnýja og leggja nýlagnir veitna. Verktaki skal grafa skurði fyrir fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, rafstrengi og fjarskiptalagnir. Í skurðina skal verktaki sanda undir og yfir rör og strengi, leggja lagnir, strengi, rör og ídráttarrör, fylla yfir og ganga frá. Jafnframt skal hann grafa fyrir og annast uppsetningu á brunnum og tengiskápum.
Um er að ræða eftirfarandi framkvæmdir:
Fráveita: Leggja á lagnir, þar með talið að ganga frá brunnum og tengingum.
Vatnsveita: Leggja á dreifilagnir.
Hitaveita: Leggja á dreifilagnir.
Rafveita: Leggja á lág- og háspennukerfi ásamt jarðvírum. Setja skal upp tengiskápa og annast útdrátt strengja.
Götulýsing: Verkið felur í sér að leggja ídráttarrör og jarðstrengi fyrir götulýsingu ásamt þvi að taka niður og reisa ljósastólpa.
Fjarskiptalagnir: Verkið felur í sér að leggja lagnir og rör Mílu og Ljósleiðarans í skurði.
Verkið skal vinna í samræmi við ákvæði gildandi reglugerða sem eiga við þessa framkvæmd og er verktaki að fullu ábyrgur fyrir því að þeim sé fylgt.
Helstu magntölur í verkinu eru:
- Upprif á malbiki og steypu 1.500 m2
- Gröftur 1.050 m3
- Fylling 1.100 m3
- Mulningur 600 m2
- Malbikun 600 m2
- Þökulögn 600 m2
- Fráveitulagnir 260 m
- Fráveitubrunnar 7 stk
- Kaldavatnslagnir 195 m
- Hitaveitulagnir 220 m
- Ljósastólpar 4 stk
- Rafstrengir 1.100 m
- Fjarskiptalagnir 500 m