Home Fréttir Í fréttum Vel gekk að selja byggingarrétt í Móahverfi á Akureyri

Vel gekk að selja byggingarrétt í Móahverfi á Akureyri

225
0
Uppdráttur af hinu nýja hverfi.

Akureyrarbær bauð í mars byggingarrétt i Móahverfi 1 áfanga til kaups og er óhætt að segja að vel hafi til tekist.

<>

Móahverfi er eins og fólki er kunnugt nýtt íbúðahverfi í norðvesturhluta Akureyrar þar sem gert er ráð fyrir að byggðar verði allt að 1.100 íbúðir á næstu árum.

Akureyrarbær auglýsti nú eftir tilboðum í 11 lóðir í fyrsta áfanga auk þess sem auglýstar voru tvær lóðir þar sem úthlutun  byggði á uppbyggingu íbúða á grundvelli stofnframlaga.

Hinn mikli áhugi skilaði sér i sölu byggingarréttar fyrir 390 milljónir króna sem verður að teljast mjög gott.  Þórhallur Jónsson D-lista sem sæti á i skipulagsráði sagði að mjög  vel mætti við una eins og áraði á mörkuðum og miðað við vaxtastig.

,,Við erum heldur ekki að hanna hverfi nema þau standi undir sér“ bætti hann við.  ,,Það er margt spennandi framundan, tjaldstæðisreiturinn er eitt og seinna Akureyrarvöllur svo eitthvað sé nefnt“ sagði Þórhallur ennfremur.

Heimild: Vikubladid.is