Vinna við uppsteypu meðferðarkjarnans gekk einstaklega vel í mars.
„Uppsteypan hefur gengið mjög að undanförnu og í mars voru steyptir 3.140 rúmmetrar. Þetta er það mesta sem steypt hefur verið í verkinu í einum mánuði og nú hefur heildarmagn steypu í verkinu rofið 40.000 m3 múrinn.
Fyrsti hluti þakplötu 6. hæðar í vesturhluta hússins, nánar tiltekið í Stöng 1, var steyptur í mars og kláraðist uppsteypa þaks stangarinnar fyrir páska. Helstu verkþættir sem nú eru í gangi við uppsteypuna eru við mótauppslátt, járnabendingu, eftirspennu og uppsetningu stálvirkis.
Vinna við tengiganga er í fullum gangi og er steypuvinna í bílastæða- og tæknihúsi hafin og var fyrsta botnplatan steypt í fyrstu viku apríl, þegar 700m3 voru lagðir í grunninn. Á næstu vikum verður unnið við uppsteypu efri hæða stanga og neðri hæða millibygginga, þar sem uppsetning stálvirkis er einnig í fullum gangi,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur Nýs Landspítala.
Heimild: NLSH.is