Home Fréttir Í fréttum Lóð rúmlega fjórfaldaðist í verði

Lóð rúmlega fjórfaldaðist í verði

200
0
Myndin af byggingarlóðinni var tekin um það leyti sem fyrirspurn var send á borgina en svar frá fulltrúa hennar barst í gær eftir rúmlega 100 daga. mbl.is/Árni Sæberg

Hinn 15. júní 2017 var lóðinni Giss­ur­ar­gata 1 út­hlutað til ungs pars sem greiddi 11,766 millj­ón­ir fyr­ir bygg­ing­ar­rétt og gatna­gerðar­gjald. Þau seldu svo sömu lóð í fe­brú­ar síðastliðnum til hjóna á miðjum aldri og var kaup­verðið 49,5 millj­ón­ir króna.

<>

Það er fjór­falt hærra en upp­haf­legt kaup­verð.

Sé upp­haf­legt kaup­verð nú­virt kostaði lóðin 15,4 millj­ón­ir og hef­ur raun­verð henn­ar því ríf­lega þre­fald­ast á tæp­lega sex árum sem telja verður góða ávöxt­un. Sam­kvæmt kaup­samn­ingi er fast­eigna­matið 26,45 millj­ón­ir.

Lóðin var aug­lýst á fast­eigna­vef Mbl.is um ára­mót­in. Fram kom í aug­lýs­ingu að um væri að ræða lóð und­ir ein­býl­is­hús á „frá­bær­um stað í litlu hverfi við Reyn­is­vatns­ás í jaðri byggðar þar sem ein­göngu eru sér­býli í hverf­inu“.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is