Home Fréttir Í fréttum Bolungarvík: Vatnstankur í útboð

Bolungarvík: Vatnstankur í útboð

158
0
Frá borun eftir vatni í Hlíðardal 2019. Mynd: BB.is

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í smíði á vatnstank í Hlíðardal í Bolungavík ásamt tilheyrandi mannvirkjum og lögnum.

<>

Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 18. apríl. Nýja vatnsveitan sækir vatn í borholur sem boraðar voru í hitteðfyrra og leysa af hólmi núverandi vatnsveitu sem byggir á hreinsuðu og geisluðu yfirborðsvatni.

Finnbogi Bjarnason, tæknifræðingur hjá Bolungavíkurkaupstað segir að með framkvæmdinni verði öll vatnsmiðlun á einum stað og vatnsból í Minni Hlíð verði lagt af svo og gámaeining með geislun á Hólnum.

Í fyrra var kynnt að kostnaðaráætlun fyrir nýja vatnsveitu í Hlíðardal væri 268 m.kr. Styrkur fékk í fyrra 33,4 m.kr. frá Fiskeldissjóði og hefur verið sótt um áframhaldandi styrk.

Að sögn Finnboga mum nýi tankurinn taka um 2,7 milljónir lítra af vatni eða 2.675 rúmmetra sem á að anna núverandi þörf og geta bætt við 30-35%. Búið er að leggja nýja lögn til laxasláturhússins sem er í byggingu á Brjótnum og leggja aðkomuveg að væntanlegum tanki og grafa fyrir honum.

Finnbogi segir að nýja vatnsveitan sé forsenda fyrir vaxandi matvælavinnslu í bæjarfélaginu og nefnir þar matvælavinnslu Örnu, hvítfiskvinnslu Jakobs Valgeirs og laxasláturhús Arctic Fish.

Finnbogir Bjarnason leggur áherslu á að nýju vatnsveitunni verði komið sem fyrst í notkun ,helst fyrir áramót.

Heimild: BB.is