Home Fréttir Í fréttum Verður nýtt hjarta flugvallarins

Verður nýtt hjarta flugvallarins

76
0
Fyrirhuguð tengibygging er hér fyrir framan gömlu flugstöðina en suðurbyggingin er í forgrunni. Ljósmynd/Isavia

Kefla­vík­ur­flug­völl­ur á eft­ir að taka stakka­skipt­um á næstu árum en verja á tug­um millj­arða í upp­bygg­ing­una.

<>

Guðmund­ur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri viðskipta og þró­un­ar hjá Isa­via, seg­ir mikið fram­kvæmda­ár fram und­an.

„Við erum að fara inn í stærsta fram­kvæmda­ár í sögu fé­lags­ins og það verður mikið í gangi á flug­vell­in­um í sum­ar. Við fór­um í gegn­um stremb­inn vet­ur. Við vor­um að upp­færa far­ang­ur­s­kerfið og farþegar hafa orðið var­ir við það í inn­rit­un.

Svo erum við að fara inn í þetta stóra sum­ar og mikl­ar fram­kvæmd­ir. Við stefn­um að því að vera kom­in með austurálm­una í fulla notk­un í lok árs 2024 en hún er rúm­lega 20 þúsund fer­metr­ar. Þar verða mót­töku­svæði fyr­ir ferðatösk­ur með fjór­um nýj­um bönd­um við kom­una til lands­ins og stærri frí­höfn.

Þá verður búið að upp­færa, skipta út eða breyta nán­ast öllu á veit­inga- og versl­un­ar­svæðinu. Sum­ir rekstr­ar­aðilar verða áfram og aðrir nýir koma inn. Þannig að í lok árs 2024 erum við að að horfa á ger­breytt­an flug­völl,“ seg­ir Guðmund­ur Daði um þessi áform.

Isa­via áætl­ar að 7,8 millj­ón­ir farþega fari um völl­inn í ár sem yrði þriðji mesti fjöldi frá upp­hafi. Árið 2017 fóru 8,8 millj­ón­ir farþega um völl­inn og metárið 2018 voru farþeg­arn­ir 9,8 millj­ón­ir.

Heimild: Mbl.is