Home Fréttir Í fréttum Byggingarefni fýkur um borgina

Byggingarefni fýkur um borgina

63
0
Frauðplastplötur fuku frá byggingarsvæði í Bæjarhálsi. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trú Lands­bjarg­ar seg­ir að þó nokkuð sé um verk­efni hjá björg­un­ar­sveit­um á höfuðborg­ar­svæðinu og búið sé að kalla út flest­ar sveit­ir á svæðinu.

<>

„Það eru að koma inn ósk­ir um aðstoð mjög víða. Al­gengt er að efni sé að fjúka af bygg­ing­ar­svæðum,“ seg­ir Jón Þór. Hann seg­ir að einnig hafi hjól­hýsi, felli­hýsi og bát­ar fokið.

Bygg­ing­ar­efni fýk­ur meðal ann­ars frá bygg­ing­ar­reit nýja Land­spít­al­ans og einnig á bygg­ing­ar­svæði á Bæj­ar­hálsi.

Verk­tak­ar bregðist strax við
Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu sendi frá sér til­kynn­ingu þar sem skorað er á verk­taka og aðra sem bera ábyrgð á bygg­ing­ar­svæðum um að bregðast skjótt við og huga að vinnusvæðum sín­um strax.

Frauðplast fýk­ur frá bygg­ing­ar­svæði í Bæj­ar­hálsi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Vegna storms á höfuðborg­ar­svæðinu þá eru hlut­ir svo sem bygg­ing­ar­efni og annað laus­legt nán­ast á flugi út um allt og hef­ur þegar valdið stór­tjóni víða. Einnig biðjum við íbúa að huga að lausa­mun­um. Veður mun ekki ganga niður fyrr en í kvöld,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is