Home Fréttir Í fréttum ÍAV fá matsmenn í Kirkjusandsmáli

ÍAV fá matsmenn í Kirkjusandsmáli

288
0
Deilt er um aðkomu matsmanna vegna riftunar samnings um uppbyggingu á Kirkjusandsreit. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­rétt­ur staðfesti á föstu­dag­inn, 31. mars, úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá 23. fe­brú­ar þar sem dóm­ur­inn komst að þeirri niður­stöðu að fall­ast bæri á kröf­ur Íslenskra aðal­verk­taka um dóm­kvaðningu tveggja mats­manna í máli þeirra gegn 105 Miðborg slhf., fag­fjár­festa­fé­lagi í eigu Íslands­sjóða sem Íslands­banki er eig­andi að.

<>

Málið snýst um stýri­verk­taka­samn­ing ÍAV og 105 Miðborg­ar um bygg­ingu þriggja húsa, tveggja fjöl­býl­is­húsa og eins skrif­stofu­hús­næðis, á svo­kölluðum Kirkju­sands­reit. Sagði 105 Miðborg samn­ingn­um upp í fe­brú­ar 2021 vegna meintra vanefnda ÍAV sem mót­mælti og tel­ur rift­un­ar­ástæður Miðborg­ar ekki stand­ast lög. Stefndu ÍAV Miðborg fyr­ir rift­un­ina og krefjast 3,8 millj­arða króna úr hendi fag­fjár­festa­fé­lags­ins sem krefst sýknu en til vara lækk­un­ar á kröf­um.

Með mats­beiðni á fyrri stig­um máls­ins fór aðal­stefn­andi þess á leit að dóm­kvadd­ir yrðu tveir óvil­hall­ir og sér­fróðir mats­menn til að skoða og meta fram­kvæmd verks­ins „Kirkju­sand­ur lóð B, C og D“, taf­ir á fram­kvæmd­inni og ástæður þeirra, kostnað ÍAV af fram­kvæmd­inni, verðmæti fram­kvæmd­ar­inn­ar, skaðabæt­ur vegna rift­un­ar verk­samn­ings, sann­gjarnt og eðli­legt end­ur­gjald til mats­beiðanda fyr­ir vinnu við verkið og tengd atriði.

Lög­fræðileg mál­efni verði ekki bor­in und­ir mats­menn

Telja ÍAV verk­fram­kvæmd­ina hafa vikið veru­lega frá þeim for­send­um sem legið hafi til grund­vall­ar þegar samn­ing­ur­inn var gerður og frá efni samn­ings­ins. Hafi þrjú atriði vegið þar þyngst með þeim af­leiðing­um að kostnaður ÍAV, um­fram greiðslur frá Miðborg, hafi orðið gríðarleg­ur.

Á þessa mats­beiðni féllst héraðsdóm­ur með úr­sk­urði í júlí í fyrra og kærði Miðborg úr­sk­urðinn til Lands­rétt­ar sem staðfesti hann í sept­em­ber, þó með þeirri und­an­tekn­ingu að nokkr­ir nán­ar til­greind­ir liðir mats­spurn­ing­ar­inn­ar yrðu ekki lagðar fyr­ir mats­menn þar sem þær teld­ust ým­ist fjalla um lög­fræðileg mál­efni, sem heyrðu und­ir dóm­ara að skera úr um, byggj­ast á óljós­um for­send­um eða vera óskýr­ar.

Var ný mats­beiðni lögð fram í októ­ber með umorðun og svo ein til í byrj­un þess árs þar sem mats­spurn­ing eldri beiðni hafði enn verið umorðuð. Meðal ann­ars er í nýju beiðninni óskað mats­gerðar á því hvort ná­kvæmnis­kröf­ur, út­tekt­araðferðir og at­huga­semd­ir í út­tekt­ar­skýrsl­um hafi gengið lengra en hefðbund­in viðmið, venj­ur og staðlar um út­tekt­ir bygg­ing­ar­fram­kvæmd kveða á um.

Enn frem­ur á því – verði kom­ist að niður­stöðu um að fram­an­greint hafi gengið lengra en venj­an er – hver kostnaður ÍAV hafi verið vegna þess­ara frá­vika, það er vegna lag­fær­inga ÍAV á grund­velli at­huga­semda sem hefðu ekki komið fram hefði hefðbundn­um venj­um, viðmiðum og stöðlum verið fylgt.

Var þess óskað að mats­menn sund­urliðuðu niður­stöður sín­ar og gæfu upp kostnaðartöl­ur er tækju til alls efn­is og vinnu auk þess að gefa þær upp með og án virðis­auka­skatts þar sem við ætti.

ÍAV hafi brugðist hratt við fyrri úr­sk­urðum

Byggði Miðborg mót­mæli sín við mats­beiðninni helst á því að þrátt fyr­ir umorðun mats­spurn­ing­ar­inn­ar hefði ÍAV ekki bætt nægi­lega úr þeim van­könt­um sem verið hefðu á spurn­ing­unni og væri hún ótæk með vís­an til rök­semda í fyrri úr­sk­urði héraðsdóms frá því í nóv­em­ber.

Þessi höfnuðu ÍAV og byggðu þar á því að eng­ir slík­ir ann­mark­ar væru á hinni umþrættu mats­spurn­ingu að kæmu í veg fyr­ir að hún næði fram að ganga. Héraðsdóm­ur taldi ÍAV hafa brugðist hratt við fyrri úr­sk­urðum til að bæta úr van­könt­um eldri mats­beiðna auk þess sem mats­menn hefðu þegar verið dóm­kvadd­ir á grund­velli annarra mats­beiðna í mál­inu sem væru um­fangs­mikl­ar og fyr­ir­séð væri að tæki nokk­urn tíma að vinna úr.

Við úr­lausn ágrein­ings aðila um mats­beiðnina bæri einkum að líta til þess málsaðilar hefðu sam­kvæmt lög­um um meðferð einka­mála for­ræði á sönn­un­ar­færslu í mál­um á borð við þetta og réðu þar með hvernig þeir færðu sönn­ur á um­deild at­vik. Í slík­um mál­um hefði málsaðilum í sam­ræmi við þenn­an áskilnað lag­anna verið játaður víðtæk­ur rétt­ur til að afla mats­gerða til að færa sönn­ur á staðhæf­ing­ar sín­ar enda þótt sá rétt­ur gæti tak­mark­ast af öðrum meg­in­regl­um einka­mála­réttar­fars.

Hefði þurft að inni­halda mörg þúsund liði

Hefðu ÍAV lagt ít­ar­leg­ar út­tekt­ar­skýrsl­ur fyr­ir dóm­inn frá verk­fræðistof­unni Eflu með inn­færðum at­huga­semd­um starfs­manna ÍAV með vís­un­um til þeirra atriði sem rak­in væru í mats­spurn­ing­unni. Að mati dóms­ins væri þessi til­grein­ing nægj­an­leg, hefði sér­stök til­grein­ing sér­hvers atriðis sem mats­spurn­ing­in nær til verið nauðsyn­leg hefði spurn­ing­in þurft að inni­halda mörg þúsund liði.

Að því leyti sem dóm­kvaðning mats­manns leiddi ekki til ann­ars hefði hann frjáls­ar hend­ur um hvaða sjón­ar­mið hann legði til grund­vall­ar og eft­ir at­vik­um hvaða gagna hann aflaði sér til af­nota við matið, matsþolar eigi þess kost að koma at­huga­semd­um sín­um að á mats­fundi. Telji matsmaður ekki unnt að svara ein­stök­um atriðum mats­spurn­ing­ar skyldi geta þess í mats­gerðinni með rök­studd­um hætti.

Taldi héraðsdóm­ur að lok­um að fall­ast bæri á kröfu ÍAV um að dóm­kvaðning sam­kvæmt fram­lagðri mats­beiðni næði fram að ganga og staðfesti Lands­rétt­ur úr­sk­urðinn með vís­an til for­sendna héraðsdóm­ara.

Úrsk­urðir Lands­rétt­ar og Héraðsdóms Reykja­vík­ur

Heimild: Mbl.is