Tilboð voru opnuð í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er inni í verkinu bygging fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli. Verk þetta er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna.
ÍAV átti lægsta tilboðið, rétt tæplega 4 milljarða króna, en þrjú tilboð bárust, eins og sjá má hér fyrir neðan. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2026.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Ístak hf., Mosfellsbæ | 5.137.962.664 | 102,1 | 1.160.528 |
Áætlaður verktakakostnaður | 5.033.746.194 | 100,0 | 1.056.312 |
Suðurverk hf. og Loftorka Reykjavík ehf., Kópavogi | 4.294.280.879 | 85,3 | 316.847 |
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík | 3.977.434.260 |
Heimild: Sudurnes.net