Home Fréttir Í fréttum Fyrsti gesturinn endastakkst ofan í húsgrunninn

Fyrsti gesturinn endastakkst ofan í húsgrunninn

183
0
Illa áttaður ökumaður ók bíl sínum ofan í húsgrunn í Laugarneshverfi. Ljósmynd/Úlfar Snær Arnarson

Rétt fyr­ir miðnætti í gær var bif­reið ekið ofan í hús­grunn í Laug­ar­nes­hverfi í Reykja­vík. Að sögn sjón­ar­vott­ar fór bíll­inn á hvolf ein­hverja metra ofan í grunn­inn.

<>

Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son stöðvar­stjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að ökumaður­inn hafi ekki slasast en að hann sé grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna.

Grunn­ur­inn er stækk­un Grand Hót­els um 40 þúsund fer­metra þar sem um 150 her­bergj­um verður bætt við ásamt ráðstefnu­söl­um.

Heimild: Mbl.is