Rekstrartekjur Eyktar námu 15 milljörðum á árinu og hækkuðu um 77% milli ára.
Ríflega 350 milljón króna hagnaður var af rekstri byggingarfélagsins Eyktar í fyrra. Rekstrartekjur námu 15 milljörðum á árinu og hækkuðu um 77% milli ára.
Eigið fé félagsins nam einum milljarði við árslok og námu heildeignir félagsins 3,5 milljörðum króna.

Fram kemur í ársreikningi að stærstu verkefni félagsins í fyrra voru vegna framkvæmda við nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut uppbygging á skrifstofuhúsnæði við Dalveg 30 og uppbygging vistvænna íbúða í Gufunesi og Grafarholti.
Heimild: Vb.is