Auglýsing um útboð framkvæmda við bæjarrústir Stangar í Þjórsárdal birtist á vef FSRE og á Útboðsvef Ríkiskaupa í vikunni.
SP(R)INT Studio hefur hannað nýja yfirbyggingu yfir bæjarrústirnar og er vonast til að framkvæmdir geti farið af stað í sumar.

Yfirbygging sem reist var yfir rústirnar hefur látið verulega á sjá og því tímabært að færa aðstöðuna við rústirnar í nútímahorf. Að framkvæmdum loknum verður aðstaða á þessum vinsæla ferðamannstað eins og best verður á kosið.
Hér í fréttinni gefur að líta þrívíddarmyndir af verkefninu:

Heimild: FSRE.is