Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir á Korputúni hefjast

Framkvæmdir á Korputúni hefjast

320
0
Svæðið, sem er skammt austan Korputorgs, hefur fengið nafnið Korputún. Tölvumynd/ONNO

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur samþykkt skipu­lags­áform fast­eigna­fé­lags­ins Reita um upp­bygg­ingu at­vinnukjarna í landi Blikastaða. Svæðið, sem er skammt aust­an Korpu­torgs, hef­ur fengið nafnið Korpu­tún. Það er í næsta ná­grenni við golf­völl­inn á Kor­p­úlfs­stöðum.

<>

Fram kem­ur á heimasíðu Reita að nú liggi fyr­ir samþykki deili­skipu­lags fyr­ir Korpu­tún, 90 þúsund fer­metra at­vinnukjarna í landi Blikastaða.

Um er að ræða byggð fyr­ir versl­un­ar-, þjón­ustu- og at­hafna­svæði, þar sem áhersla verði lögð á sjálf­bærni og sam­nýt­ingu, nátt­úru og aðlaðandi um­hverfi. Sam­göngu­ás borg­ar­línu mun liggja í gegn­um skipu­lags­svæðið. Unnið hef­ur verið að und­ir­bún­ingi fram­kvæmd­ar­inn­ar á und­an­förn­um árum.

Heimild: Mbl.is