Akraneskaupstaður í samvinnu við Vegagerðina óskar eftir tilboði í að þjónusta og viðhalda gatna- og stígalýsingarkerfi sem samanstendur af dreifikerfi (strengir og tengiskápar), ljósastaurum og lömpum.
Um er að ræða 2050 lampa hjá Akraneskaupstað og 200 lampa hjá Vegagerðinni.
Samningstími er til þriggja ára, með heimild til að framlengja 2 sinnum um 1 ár.
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi í gegnum útboðsvef Akraneskaupstaðar, slóð https://akranes.ajoursystem.net/.
Verkið er auglýst á EES svæðinu.
Tilboðum með umbeðnum gögnum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 3. maí 2023.
Útboðsgögn afhent: 27.03.2023 kl. 12:00
Skilafrestur: 03.05.2023 kl. 11:00
Opnun tilboða: 03.05.2023 kl. 11:00
Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Fundargerð opnunarfundar verður send öllum bjóðendum.