Home Fréttir Í fréttum Teikningar sýna nýjan miðbæ á Hvolsvelli

Teikningar sýna nýjan miðbæ á Hvolsvelli

118
0
Í nýju miðbæjarskipulagi á Hvolsvelli er gert ráð fyrir lágstemmdum og huggulegum byggingum. Tölvuteikning/Hvolsvöllur

Nýr miðbær er í mót­un á Hvols­velli. Gatna­gerð er haf­in og fjöldi nýrra lóða er í út­hlut­un­ar­ferli. Á svæðinu er gert ráð fyr­ir blandaðri byggð und­ir versl­un, þjón­ustu og íbúðar­hús­næði.

<>

Ant­on Kári Hall­dórs­son, sveit­ar­stjóri á Hvols­velli, seg­ir að loks hafi tek­ist að ná heild­ar­skipu­lagi yfir miðbæj­ar­svæðið.

„Í miðbæn­um okk­ar eig­um við óskemmda perlu og óplægðan akur, miðað við að þarna hef­ur ekki verið skipu­lag í gildi í háa herr­ans tíð.

Við vilj­um ná að skapa um­hverfi sem verður blanda af versl­un og þjón­ustu og íbúðabyggð til þess að fá líf í miðbæ­inn okk­ar. Við sjá­um fyr­ir okk­ur veit­ingastaði, kaffi­hús og ein­hverja gist­ingu auk íbúða.“

Eng­in stór­hýsi

Ant­on Kári seg­ir ekki verða um nein stór­hýsi að ræða held­ur lág­stemmd­ar og huggu­leg­ar bygg­ing­ar en að ekki sé búið að fast­móta hug­mynd­ir að ákveðnum bygg­ing­ar­stíl.

„Við bjóðum þess­ar lóðir út sem eina heild ein­mitt til þess að það verði ákveðin sam­fella í bygg­ing­ar­stíl og fleiru,“ seg­ir hann.

Hann seg­ist von­ast til að fá inn aðila sem er til­bú­inn að reisa þess­ar bygg­ing­ar og seg­ir þann sem komi þar inn hafa svo­lítið með það að gera hvernig þetta komi til með að líta út. Hann seg­ir eng­ar form­leg­ar um­sókn­ir hafa borist en mikið um þreif­ing­ar.

Festi, eig­end­ur Krón­unn­ar og N1, fékk vil­yrði til sex mánaða fyr­ir sex lóðum sunn­an við þjóðveg­inn.

„Krón­an er núna í stjórn­sýslu­hús­inu og er í raun sprung­in. Festi er að hanna og huga að upp­bygg­ingu stórr­ar Krónu­versl­un­ar auk annarr­ar þjón­ustu á þess­um lóðum og eig­um við von á til­lög­um frá þeim.“

Deili­skipu­lag miðbæj­ar á Hvols­velli. Skjá­skot/​hvols­voll­ur.is

Af­reks­hug­ur eft­ir Nínu Sæ­munds­son

Ant­on Kári seg­ir að einnig verði farið í hönn­un og upp­bygg­ingu á miðbæj­arg­arðinum.

„Miðbæj­arg­arður­inn er hátíðarsvæðið okk­ar. Svæði sem hef­ur verið notað mikið af bæði íbú­um og ferðafólki. Þar erum við meðal ann­ars að huga að upp­setn­ingu stytt­unn­ar Af­reks­hug­ur eft­ir lista­kon­una, Nínu Sæ­munds­son.

Stytt­an verður sett upp í sum­ar og er kom­in til lands­ins. Hún verður djásnið á miðbæj­ar­tún­inu,“ seg­ir hann og held­ur áfram.

„Þetta er eft­ir­steypa af stytt­unni en frum­gerðin prýðir inn­gang­inn að Waldorf Astoria hót­el­inu í New York en Nína er úr Fljóts­hlíðinni.“

Þjóðveg­ur verður inn­an­bæjar­veg­ur

Talið berst að sam­göng­um en Ant­on Kári seg­ir hönn­un hafna á breyt­ing­um á og við þjóðveg­inn í gegn­um þorpið.

„Við vilj­um gera þjóðveg­inn að einskon­ar inn­an­bæjar­vegi með góðum gönguþver­un­um og góðum göngu- og hjóla­stíg­um.

Við erum í sam­starfi við Vega­gerðina um hönn­un hvað það varðar og för­um von­andi í fyrstu fram­kvæmd­ir þar í sum­ar.“

Breyt­ing á deili­skipu­lagi miðbæj­ar á Hvols­velli. Skjá­skot/​hvols­voll­ur.is

Gríðarleg upp­bygging fram und­an

Þá seg­ir sveit­ar­stjór­inn tals­verða upp­bygg­ingu fram und­an í ferðaþjón­ustu á svæðinu.

„Það eru helj­ar­inn­ar upp­bygg­ingaráætlan­ir í tengls­um við Eld­fjallamiðstöðina en þar er horft til veit­ing­a­rekstr­ar og hót­el­rekst­urs og auk­inn­ar upp­bygg­ing­ar. Þá hef­ur mik­il upp­bygg­ing í ferðaþjón­ustu átt sér stað í dreif­býl­inu og frek­ari upp­bygg­ingaráætlan­ir eru framund­an.

Þar má nefna tvö stór hót­el nærri Selja­lands­fossi og mik­il bygg­ingaráform inni í Fljóts­hlíð og aust­ur und­ir Eyja­fjöll­um sem og á Skóg­um.“

Ant­on Kári seg­ir mik­inn upp­gang hafa átt sér stað á Hvols­velli á und­an­förn­um árum.

„Sér­stak­lega frá svona 2014 til 2016 og til dags­ins í dag. Íbúum hef­ur fjölgað gríðarlega. Við vor­um lengi vel um 1.700 íbú­ar en í fyrsta skipti síðasta haust fór­um við yfir 2.000 íbúa.

Það hef­ur verið gríðarleg upp­bygg­ing í íbúðar­hús­næði, seg­ir sveit­ar­stjór­inn en farið var í tvær gatna­gerðir á síðasta ári og er útboð í þriðju gatna­gerðina í aug­lýs­ingu.

„All­ar lóðir fara und­ir eins.“

Ant­on Kári Hall­dórs­son, sveit­ar­stjóri á Hvols­velli. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Fjöl­breytt at­vinnu­líf

Búa Hvolsvöll­ur og nærsveit­ir yfir at­vinnu­lífi sem styður við þessa fyr­ir­huguðu fólks­fjölg­un á svæðinu?

„Það er fjöl­breytt at­vinnu­líf á Hvols­velli og til marks um það eru átta mis­mun­andi aðilar að leigja skrif­stof­ur og skrif­stofupláss í stjórn­sýslu­hús­inu sem all­ir eru í mis­mun­andi rekstri.

Það er mikið at­vinnu­líf í kring­um versl­un og þjón­ustu sem og ferðaþjón­ustu en Hvolsvöll­ur er líka þétt­býl­is- og þjón­ustukjarni fyr­ir land­búnaðinn og hér eru þrjár bú­vöru­versl­an­ir. Það má segja að land­búnaður­inn sé grunn­atvinnu­stoðin ásamt ferðaþjón­ust­unni.“

Sveit­ar­stjór­inn er stór­huga og hlakk­ar til að fylgja eft­ir frek­ari upp­bygg­ingu á svæðinu.

„Það er líf og fjör í þessu og von­andi verður sem mest af þess­um fyr­ir­ætl­un­um að veru­leika,“ seg­ir Ant­on Kári Hall­dórs­son, sveit­ar­stjóri á Hvols­velli.

Heimild: Mbl.is