Home Fréttir Í fréttum Góður gangur hjá Steinull

Góður gangur hjá Steinull

186
0
Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Steinullar. Ljósmynd: Aðsend mynd

Steinull hf., sem rekur steinullarverksmiðju á Sauðárkróki, hagnaðist um 261 milljón króna á síðasta ári miðað við 187 milljónir króna árið áður.

<>

Tekjur jukust um ríflega 13% milli ára í 1,76 milljarða króna. Í skýrslu stjórnar segir að umframeftirspurn hafi verið töluverð og manna hafi þurft aukavaktir til að mæta því. Framleiðsla jókst um 2,3% milli ára í tæp 9.900 tonn.

Kaupfélag Skagfirðinga á 50% í Steinull en Byko og Húsasmiðjan 25% hvort um sig. Stefán Logi Haraldsson er framkvæmdastjóri Steinullar.

Mynd: Vb.is

Heimild: Vb.is