Home Fréttir Í fréttum Byggja einn stærsta leikskóla landsins

Byggja einn stærsta leikskóla landsins

254
0
Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli verður afhentur sveitarfélaginu í maí. Tölvuteikning/Hvolsvöllur

Mik­il upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað á Suður­landi á und­an­förn­um árum. Hvolsvöll­ur er þar eng­in und­an­tekn­ing og er nýr miðbær í mót­un.

<>

Íbúum hef­ur fjölgað um­tals­vert en lengi vel bjuggu um 1.700 íbú­ar á svæðinu. Í fyrsta skipti síðasta haust taldi svæðið yfir 2.000 íbúa.

Leik­skól­inn Ald­an verður einn stærsti leik­skóli lands­ins. Tölvu­teikn­ing/​Hvolsvöll­ur
Leik­skól­inn mun rúma 160 börn á átta deild­um. Tölvu­teikn­ing/​Hvolsvöll­ur

Átta deild­ir

Ant­on Kári Hall­dórs­son, sveit­ar­stjóri á Hvols­velli, seg­ir upp­bygg­ingu innviða þurfa að fylgja og að í bygg­ingu sé einn stærsti leik­skóli lands­ins.

„Leik­skól­inn mun bera átta deild­ir og hafa pláss fyr­ir 160 börn. Hann er svo byggður með stækk­un­ar­mögu­leika upp í tíu deild­ir en í dag erum við með rúm­lega 100 leik­skóla­börn,“ seg­ir Ant­on Kári.

„Við fáum skól­ann af­hent­an í maí og það er allt á áætl­un. Hann hef­ur hlotið nafnið Leik­skól­inn Ald­an.“

Heimild: Mbl.is