Home Fréttir Í fréttum Áform um mikla stækkun

Áform um mikla stækkun

201
0
Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við Leifsstöð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áformað er að stækka Kefla­vík­ur­flug­völl um á fjórða hundrað þúsund fer­metra eða sem nem­ur ríf­lega fimm­föld­um grunn­fleti Smáralind­ar. Þetta má lesa úr skýrslu VSÓ vegna um­hverf­is­mats fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda.

<>

Með þess­ari upp­bygg­ingu breyt­ist ásýnd flug­stöðvar­inn­ar. Gamla flug­stöðin með rauðlituðu klæðning­unni verður held­ur smá í sam­an­b­urði við all­ar þær bygg­ing­ar sem stend­ur til að reisa.

Meðal ann­ars eru áform um að byggja nýja austurálmu, stækka suður­bygg­ingu til aust­urs og breikka land­gang­inn milli suður- og norður­hluta flug­stöðvar­inn­ar svo úr verði tengi­bygg­ing. Þá verður norður­bygg­ing­in, gamla flug­stöðin, stækkuð til suðurs. Svo­nefnd­ur aust­urf­ing­ur, aust­ur af austurálm­unni, verður allt að 80 þúsund fer­metr­ar.

Tvö bíla­stæðahús

Þá á að byggja nýj­an land­gang til aust­urs í áföng­um. Full­byggður á hann að rúma allt að 17 flug­véla­hlið með land­göngu­brúm. Sam­hliða stækk­un flug­stöðvar­inn­ar er ráðgert að reisa tvö bíla­stæðahús sem verða sam­tals allt að 100 þúsund fer­metr­ar.

Með stækk­un flug­stöðvar­inn­ar á að mæta væntri fjölg­un farþega á næsta ára­tug. Farþega­spá Isa­via ger­ir ráð fyr­ir að 11,4 til 13,6 millj­ón­ir farþega muni fara um Kefla­vík­ur­flug­völl árið 2032.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is