Home Fréttir Í fréttum Arkitektar í hár saman – Þurfa að greiða miskabætur vegna myndbirtinga á...

Arkitektar í hár saman – Þurfa að greiða miskabætur vegna myndbirtinga á heimasíðu og Facebook

278
0
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Arkitektastofan UNDRA hefur verið dæmd til að taka niður af heimasíðu sinni og Facebook ýmsar ljósmyndir af byggingum í Reykjavík að viðlögðum dagsektum upp á 10.000 krónur fyrir hverja myndbirtingu.

<>

Auk þess þarf stofan að greiða miskabætur og málskostnað vegna þeirra myndbirtinga sem þegar hafa átt sér stað.

Dómur þessa efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. UNDRA þarf að borga arkitektinum Pálmari Kristmundssyni  og stofunni PR arkitektum 400 þúsund krónur í miskabætur og tvær milljónir króna í málskostnað.

Málið er því orðið arkitektastofunni mjög dýrt og verður enn dýrara ef þeir láta ekki af umræddum myndbirtingum.

Forsaga málsins er sú að stofnendur UNDRA, sem eru þrír talsins, eru allir fyrrverandi starfsmenn PR arkitekta sem Pálmar Kristmundsson stofnaði. Hönnun umræddra bygginga var samstarfsverkefni á stofunni PR arkitektar og öðlaðist stofan höfundarrétt yfir þeim sem helst þar eftir að arkitektarnir þrír létu af störfum.

Dómari féllst að öllu leyti á málatilbúnað PR arkitekta og Pálmars og var talið hafið yfir vafa að þeir ættu höfundarréttinn að verkunum óskoraðan. Gildi þá einu þó að arkitektarnir þrír hafi komið að hönnun verkanna og eigi hlutdeild í henni.

Byggingarnar sem um ræðir eru eftirfarandi: Bygging T4 á Hafnartorgi í Reykjavík, Norðurbakki 7–9 í Hafnarfirði, Laugavegur 4–6 í Reykjavík, Lyngháls 4 í Reykjavík, Bygging Alvotech að Sæmundargötu 15–19 í Reykjavík, og bygging H2 á Höfðatorgi, Katrínartúni 4 í Reykjavík.

Sjá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur

Heimild: Dv.is