Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir lausar til umsóknar við Skógarlund og Tjarnarskóga. Allar upplýsingar er að finna á www.300akranes.is m.a. deiliskipulag og skipulagsskilmála, mæliblöð og áætluð gjöld.
Úthlutunaraðferð er mismunandi, eftir því hvort um er að ræða lóðir fyrir einbýli eða lóðir fyrir raðhús og fjölbýli.
LÓÐIR FYRIR EINBÝLISHÚS:
Tjarnarskógar (5. áfangi) – Sex lóðir. Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar í nóvember 2023.
Skógarlundur (3A. áfangi) – Þrjár lóðir sem eru byggingarhæfar í dag.
Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur Akraneskaupstaðar . Séu umsækjendur um ákveðna lóð fleiri en einn verður dregið um úthlutun hennar. Sérstakur úthlutunarfundur verður í bæjarráði 11. maí næstkomandi.
Umsækjendur sækja um lóðir í gegnum www.300akranes.is. Við val á ákveðinni lóð á kortinu, birtast upplýsingar um hana, s.s. lóðarstærð, nýtingarhlutfall, hámarks byggingarmagn o.fl. Til að sækja um tiltekna lóð er ýtt á hnappinn ,,Smelltu hér til þess að sækja um lóð”, sem opnar innskráningu með rafrænni auðkenningu inn á forskráð umsóknareyðublað í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Þar er lokið við umsókn um lóðina.
Vakin er athygli á því að afrit af kvittun fyrir greiðslu umsækjanda frá reikningi hans á umsóknargjaldi þarf að fylgja með umsókn.
Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 19. apríl 2023.
LÓÐIR FYRIR RAÐHÚS OG FJÖLBÝLISHÚS:
Tjarnarskógar (5. áfangi) – Ein raðhúsalóð og þrjár fjölbýlishúsalóðir. Áætlað er lóðirnar verði byggingarhæfar í nóvember 2023.
Úthlutun lóðanna er með útboðsfyrirkomulagi. Sá bjóðandi sem býður hæsta verð í byggingarrétt viðkomandi lóðar, fær hana úthlutaða. Við val á ákveðinni lóð á kortinu, birtast upplýsingar um hana, s.s. lóðarstærð, nýtingarhlutfall, hámarks byggingarmagn o.fl. Til að sækja um tiltekna lóð er ýtt á hnappinn ,,Smellið hér til að senda inn tilboð”, sem opnar fyrir innskráningu (og stofnun aðgangs) að útboðsvef Akraneskaupstaðar (https://akranes.ajoursystem.net/.) þar sem útboðsgögn fyrir lóðirnar er að finna.
Tilboðum með umbeðnum gögnum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 10:00 þriðjudaginn 11. apríl 2023. Við skil á umsókn berst staðfestingarpóstur.
Greiðsluákvæði er að finna í útboðsgögnum.
Allar upplýsingar er að finna á www.300akranes.is.
Heimild: Akranes.is