Home Fréttir Í fréttum Vinsæl utanhússklæðning ítrekað dæmd gölluð

Vinsæl utanhússklæðning ítrekað dæmd gölluð

384
0
Canexel-klæðning. Þ. Þorgrímsson & co var gert að greiða viðskiptavini sínum rúmar sex milljónir vegna galla í klæðningnunni síðasta haust. Ljósmynd/Aðsend

Bygg­inga­vöru­versl­un­in Þ. Þorgríms­son & Co. hef­ur verið dæmd í Héraðsdómi Reykja­vík­ur til að greiða viðskipta­vini sín­um tæp­ar fjór­ar millj­ón­ir króna auk tveggja millj­óna króna í máls­kostnað vegna galla á ut­an­hús­sklæðningu af gerðinni Ca­nex­el.

<>

Dóm­ur­inn, sem kveðinn var upp í síðustu viku, er sá fjórði sem fell­ur gegn bygg­inga­vöru­versl­un­inni fyr­ir dóm­stóln­um vegna Ca­nex­el-ut­an­hús­sklæðning­ar frá því síðastliðið haust.

Sam­tals hef­ur Þ. Þorgríms­son & Co. verið gert að greiða tæp­ar 19 millj­ón­ir króna og átta millj­ón­ir króna til viðbót­ar í máls­kostnað til viðskipta­vina sinna vegna mál­anna fjög­urra.

Enn til sölu

Þá hafa fallið dóm­ar gegn bygg­inga­vöru­versl­un­inni í bæði Hæsta­rétti árið 2015 og í Lands­rétti árið 2020.

Fjár­mála­stjóri Þ. Þorgríms­son bar vitni um það í Lands­rétti árið 2020 að á þeim tíma væri talið að klæðning þessi væri á um 4.000 hús­um á Íslandi.

Klæðning und­ir þessu merki er enn í sölu hjá fyr­ir­tæk­inu þar sem hún er kynnt sem vara sem fær­ir kaup­and­an­um „meira en hefðbund­in gæði“, og að kaup­andi spari marg­falt með því að velja Ca­nex­el.

Heimild: Mbl.is