Home Fréttir Í fréttum Ævintýraleg sundlaug á teikniborðinu í Grindavík

Ævintýraleg sundlaug á teikniborðinu í Grindavík

290
0
Í heilsu­lind­inni verður kald­ur pott­ur, eimbað, þurrgufa og inn­rautt rými ef til­lög­ur um sund­laug­ar­svæðið í Grinda­vík ná fram að ganga. Tölvumynd/Batteríið arkitektar

„Það þurfti orðið að gera end­ur­bæt­ur og lag­fær­ing­ar á sund­laug­ar­svæðinu og þarna er komið framtíðar­skipu­lag sem nú verður unnið áfram,“ seg­ir Fann­ar Jónas­son, bæj­ar­stjóri í Grinda­vík.

<>

Veru­leg­ar breyt­ing­ar eru fyr­ir­hugaðar á sund­laug­ar­svæðinu í Grinda­vík og á dög­un­um var frum­hönn­un þess kynnt íbú­um á opn­um fundi. Til­lög­ur að hönn­un sund­laug­ar­svæðis­ins eru unn­ar af Batte­rí­inu arki­tekt­um og hef­ur verið unnið að þeim frá því í maí 2022, að því er fram kem­ur á heimasíðu bæj­ar­ins.

Í heilsu­lind­inni verður kald­ur pott­ur, eimbað, þurrgufa og inn­rautt rými ef til­lög­ur um sund­laug­ar­svæðið í Grinda­vík ná fram að ganga. Tölvumynd/Batteríið arkitektar

Áformin eru afar metnaðarfull og gangi þau eft­ir verður um æv­in­týra­lega sund­laug að ræða. Til­lög­urn­ar gera ráð fyr­ir nýrri bygg­ingu meðfram nú­ver­andi knatt­spyrnu­velli þar sem finna má 17 metra inn­isund­laug, vaðlaug, heit­an pott og gufu­böð.

Á úti­svæði verður 25 metra sund­laug, heit­ir pott­ar og leik­svæði. Sér­staka at­hygli vekja glæsi­leg­ar vatns­renni­braut­ir og klif­ur­svæði sem ef­laust mun njóta vin­sælda hjá yngri kyn­slóðinni. Þau hin eldri munu hins veg­ar á móti njóta kyrrðar­inn­ar í heilsu­lind­inni þar sem verður gufubað og kald­ur pott­ur svo fátt eitt sé nefnt.

Sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un Grinda­vík­ur­bæj­ar er stefnt að því að fram­kvæmd­ir hefj­ist á ár­inu 2024.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is