Home Fréttir Í fréttum Vegagerðin verður að efla öryggisstjórnun

Vegagerðin verður að efla öryggisstjórnun

111
0
Starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum. mbl.is/Hari

Rík­is­end­ur­skoðun seg­ir að leita verði allra leiða til að tryggja að kröf­ur um gæði og ör­yggi séu ávallt í önd­vegi við fram­kvæmd­ir og viðhald vega­kerf­is­ins.

<>

Þetta kem­ur m.a. fram í skýrslu um starf­semi Vega­gerðar­inn­ar sem var unn­in að beiðni Alþing­is. Seg­ir þar m.a. að mik­il­vægt sé að efla eft­ir­lit Sam­göngu­stofu sem snýr að um­ferðarör­ygg­is­stjórn­un Vega­gerðar­inn­ar.

Vísað er m.a. til bana­slyss sem varð á Kjal­ar­nesi sum­arið 2020 þar sem viðnám veg­ar­ins eft­ir að mal­bik var lagt á hann stóðst ekki kröf­ur útboðslýs­ing­ar og var meðal or­saka slyss­ins.

Í kjöl­farið hafi Vega­gerðin inn­leitt ör­ygg­is­út­tekt­ir og hert kröf­ur. Hafa verði hug­fast að sam­kvæmt ákvæðum útboðslýs­ing­ar hefði átt að stöðva út­lögn þar sem ástand mal­biks­ins gaf skýrt til­efni til þess.

Þá hafi vetr­ar­blæðing­ar á þjóðvegi 1 í des­em­ber 2020 leitt í ljós veik­leika í viðbrögðum Vega­gerðar­inn­ar þar sem ekki var brugðist nægi­lega hratt við ástand­inu en stofn­un­in hafi síðan end­ur­skoðað viðbragðsáætl­un sína.

Heimild: Mbl.is