Home Fréttir Í fréttum Ölfus­ár­brú og að­liggjandi mann­virki í út­boð

Ölfus­ár­brú og að­liggjandi mann­virki í út­boð

230
0
Tölvumynd af nýrri Ölfusárbrú.

Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma.

<>

„Verkefnið felst í byggingu nýs 3,7 km Hringvegar, nýrrar 330 m langrar stagbrúar á Ölfusá, um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum, nýjum vegamótum við Hringveg austan Selfoss, undirgöngum undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja,“ segir í útboðsauglýsingunni.

Um sé að ræða samkeppnisútboð á grundvelli laga um opinber innkaup, þar sem beitt verður hæfismiðuðu vali og þeim fyrirtækjum boðið til þátttöku sem metin verða hæf á grundvelli auglýsingarinnar.

Útboðið verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og umsóknarfresturinn er til 5. apríl.

Þá segir að ekki verði haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir að tilboðsfresturinn rennur út verði bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu.

Heimild: Visir.is