Home Fréttir Í fréttum Mikil eftirspurn eftir nýjum íbúðum í góðum hverfum

Mikil eftirspurn eftir nýjum íbúðum í góðum hverfum

137
0
Gunnar Sverrir Harðarson fasteignasali segir að eftirspurn eftir nýjum íbúðum í góðum hverfum sé mikil. Ljósmynd/Samsett

Gunn­ar Sverr­ir Harðar­son fast­eigna­sali og einn af eig­end­um REMAX fast­eigna­sölu seg­ir að markaður­inn sé að ná jafn­vægi eft­ir mjög hressi­legt tíma­bil. Hann seg­ir að það vanti mikið af eign­um á sölu og það verði íbúðaskort­ur á næstu árum.

<>

„Það hef­ur verið meira líf á markaðnum núna eft­ir ára­mót en fyr­ir ára­mót. Auðvitað höf­um við sveifl­ast aðeins frá selj­anda­markaði yfir í kaup­enda­markað sem okk­ur finnst gott. Fólk hef­ur meiri tíma til að skoða eign­irn­ar og þar með meiri tíma til að taka ákvörðun.

Auðvitað held­ur fólk frek­ar að sér hönd­um í nú­ver­andi ástandi og all­ir ut­anaðkom­andi þætt­ir eins og verk­föll og vaxta­hækk­an­ir hafa áhrif á ákv­arðanir kaup­enda al­veg eins og selj­enda. Það sem okk­ur finnst vanta fyrst og fremst á markaðinn núna eru betri aðstæður fyr­ir fyrstu kaup­end­ur til að koma inn,“ seg­ir Gunn­ar Sverr­ir.

Eft­ir hverju er fólk að leita?

„Það get­ur verið mjög mis­mun­andi eft­ir hverju fólk er að leita þegar kem­ur að fast­eign­um. Það er í raun mis­jafnt eft­ir mark­hóp­um. Fyrstu kaup­end­ur eru að leita leiða til að koma sér á markaðinn og skipt­ir þá oft ekki endi­lega máli í hvaða hverfi það er, á meðan þeir sem eru að stækka við sig leita fyrst og fremst inn­an þess hverf­is þar sem þeir eru nú þegar.“

Gunn­ar Sverr­ir seg­ir að það hafi hægst á markaðnum ef miðað er við síðustu tvö ár og hann sé að leita að meira jafn­vægi.

„Að mörgu leyti er markaður­inn eðli­legri núna en þegar fólk gat aðeins skoðað eign­ina í stutta stund áður en það þurfti að taka ákvörðun. Fólk hef­ur lengri tíma bæði til að skoða hverja eign fyr­ir sig og gera sam­an­b­urð við aðrar eign­ir. Ég myndi telja það eðli­legri markað en við höf­um kynnst und­an­far­in miss­eri.

Vaxta­hækk­an­ir hafa dregið úr eft­ir­spurn þar sem geta fólks til að fjár­magna fast­eigna­kaup hef­ur þrengst en það má ekki gleyma því að þörf­in er ennþá fyr­ir hendi og verður alltaf fyr­ir hendi. Þeir kaup­end­ur sem draga sig í hlé vegna aðstæðna núna gætu því verið að bæt­ast við kaup­enda­hóp næstu ára þegar aðstæður verða betri varðandi fjár­mögn­un,“ seg­ir hann.

Þegar hann er spurður út í hvaða eign­ir séu eft­ir­sótt­ast­ar nefn­ir hann vel staðsett­ar íbúðir í nýju hús­næði.

„Sala á nýj­um íbúðum hef­ur gengið vel og er þar hægt að taka Hall­gerðargöt­una sem dæmi. Húsið hef­ur verið í sölu í tæpa þrjá mánuði og þar eru aðeins níu íbúðir eft­ir af 82. Vönduð og vel staðsett fast­eign er alltaf vin­sæl og við höf­um séð það glöggt í gegn­um tíðina.“

Hvernig sérðu fyr­ir þér að fast­eigna­markaður­inn þró­ist?

„Ég sé markaðinn í jafn­vægi næstu mánuðina en það sem ég hræðist mest er að fram­leiðslu­geta hans sé ekki næg til að mæta þeirri þörf sem verður til staðar næstu árin. Það verður tölu­verð innviðaupp­bygg­ing næstu árin og einnig horf­um við fram á það að ferðamönn­um mun fjölga á sama tíma.

Gist­i­rým­um hef­ur fækkað með brott­hvarfi íbúða úr skamm­tíma­leigu í gegn­um kór­ónu­veiru­tím­ann. Því munu fleiri íbúðir fara und­ir þá starf­semi sam­hliða fjölg­un ferðamanna og þeirra sem þurfa að þjón­usta ferðamanna­geir­ann. Þessi innviðaupp­bygg­ing er jafn­framt mannafls­frek og ef hún á að verða að veru­leika þarf að hýsa mik­inn fjölda starfs­manna sem munu koma til lands­ins,“ seg­ir Gunn­ar Sverr­ir og bend­ir á að það vanti al­mennt meira úr­val af öll­um teg­und­um eigna á sölu þar sem þær séu í sögu­legu lág­marki þessa dag­ana.

Ef þú vær­ir að ráðleggja fólki í fast­eigna­hug­leiðing­um þessa dag­ana, mynd­irðu segja því að selja fyrst sína íbúð og finna svo aðra til að kaupa eða finna fyrst íbúð og setja svo sína á sölu?

„Það fer eft­ir aðstæðum hjá hverj­um og ein­um hvort það hent­ar að selja eign­ina sína áður en næsta er keypt. Það get­ur hentað sum­um en ekki öll­um. Al­mennt borg­ar sig fyrst og fremst að vera vel und­ir­bú­inn og vera bú­inn að klára al­menna grunn­vinnu varðandi sína fast­eign. Und­ir­búa fyr­ir mynda­töku og láta kalla eft­ir gögn­um. Einnig er mjög mik­il­vægt að vera bú­inn að kanna stöðuna með sinni lána­stofn­un svo maður sjái hvar maður stend­ur gagn­vart mögu­leg­um kaup­um,“ seg­ir hann.

Skoða fast­eigna­vef mbl.is

Heimild: Mbl.is