Home Fréttir Í fréttum Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi fær nýja eigendur

Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi fær nýja eigendur

671
0

Bifreiðastöð ÞÞÞ er eitt elsta fyrirtæki Akraness en það var stofnað þann 23. ágúst árið 1927, Þórði Þ. Þórðarsyni, sem ávallt var kallaður Steini á Hvítanesi, og Sigríði Guðmundsdóttur, eiginkonu hans.

<>

Bræðurnir Hrafn – og Kristmundur Einarssynir, sem eiga fyrirtækið Snókur eignahaldsfélag ehf. hafa keypt Bifreiðastöð ÞÞÞ. Þeir taka við rekstrinum um miðjan marsmánuð.

Guðmundur Ingþór Guðjónsson framkvæmdastjóri ÞÞÞ segir í samtali við Skagafréttir að engar breytingar verði á starfssemi fyrirtækisins og mun hann starfa áfram sem framkvæmdastjóri.

„Fyrirtækið fær nýja eigendur en það verða engar breytingar á starfsseminni. ÞÞÞ verður rekið áfram á sömu kennitölunni hér í höfuðstöðvunum við Smiðjuvelli á Akranesi.

Núverandi eigendur hafa byggt upp þetta fyrirtæki með góðri samvinnu við fyrirtæki og einstaklinga á Akranesi í rúmlega 95 ár.

Núverandi eigendur vilja koma þakklæti til skila til allra þeirra sem hafa nýtt sér fjölbreytta þjónustu ÞÞÞ í gegnum tíðina – og það ríkir tilhlökkun hjá starfsfólki að hefja nýjan kafla með nýjum eigendum,“ segir Guðmundur Ingþór.

Heimild: Skagafrettir.is