Home Fréttir Í fréttum Rann­sókn á elds­upp­tök­um hjá Arctic Fish stend­ur enn

Rann­sókn á elds­upp­tök­um hjá Arctic Fish stend­ur enn

145
0
Mynd: Ruv.is

Enn er ekki að fullu lokið rannsókn á eldsupptökum þegar nýbygging Arctic Fish í Tálknafirði stórskemmdist í bruna fyrir tæpri viku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum miðar rannsókninni vel og er niðurstöðu að vænta fljótlega.

<>

Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, segir að nú standi yfir úttekt á húsinu til að meta hvað er nýtilegt og hvað ekki. Þá sé verktaki væntanlegur á næstu dögum til að rífa það sem verst er farið og fjarlægja ýmislegt lauslegt sem hætta er talin stafa af.

Hann segir að þrátt fyrir þetta mikla áfall standi ekki annað til en að endurbyggja húsið og ljúka uppbyggingu hjá Arctic Fish á Tálknafirði.

Heimild: Ruv.is