Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í viðhald gatna og stétta ásamt nýgerð stétta.
Stærstu gatnaverk eru á Leynisbraut, Bresaflöt og Garðagrund, en viðhald gangstétta og götufleka er dreift um Akranes.
Um er að ræða malbikun gatna, steypu gatna og stétta, hellulögn gönguþverana ásamt ýmsum frágang.
Helstu magntölur:
- Malbikun 6.200 m2
- Stéttar 910 m2,
- Götuflekar endurnýjaðar 720 m2,
- Hellulögn 210 m2
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi í gegnum útboðsvef Akraneskaupstaðar, slóð https://akranes.ajoursystem.net/.
Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 10:00 föstudaginn 17. mars 2023. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Fundargerð opnunarfundar verður send öllum bjóðendum.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs