Home Fréttir Í fréttum Reisa sparkvöll á Landakotstúninu

Reisa sparkvöll á Landakotstúninu

155
0
Völlurinn á að nýtast börnum í Landakotsskóla á skólatíma og börnum í hverfinu í heild þess utan. mbl.is/Jim Smart

Borg­ar­ráð samþykkti ný­lega að fela um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að vinna til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi á Landa­kot­stúni svo unnt sé að reisa þar spar­kvöll/​batta­völl og leik­svæði sem nýt­ist börn­um í Landa­kots­skóla á skóla­tíma og börn­um í hverf­inu í heild þess utan. Um­hverf­is- og skipu­lags­svið mun vinna til­lög­una í sam­ráði við Landa­kots­kirkju og Landa­kots­skóla en lóðin er í eigu Landa­kots­kirkju.

<>

Haustið 2021 kynnti Reykja­vík­ur­borg áform um að koma upp upp­hituðum batta­velli og leik­svæði á aust­ur­hluta Landa­kot­stúns. Íbúaráð Vest­ur­bæj­ar og skóla­stjóri Landa­kots­skóla höfðu kallað eft­ir bættri leikaðstöðu á svæðinu og bisk­up kaþólskra hafði veitt leyfi sitt. Frum­kostnaðaráætl­un verks­ins hljóðaði upp á 88 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is