Home Fréttir Í fréttum Trúir því að brúin rétti úr og jafni sig

Trúir því að brúin rétti úr og jafni sig

144
0
Brúarflokkur Vegagerðarinnar á Hvammstanga við störf á brúnni yfir Svartá. Ljósmynd/Aðsend

„Við lét­um reyna á að fá stóra vél á staðinn og prófa að lyfta brúnni og freista þess að gera hana bráðabirgðafæra. Brú­in rétti ótrú­lega mikið úr sér og við fyrstu sýn virðast bitarn­ir vera óskemmd­ir,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Arn­órs­son, yf­ir­verk­stjóri brú­ar­flokks Vega­gerðar­inn­ar á Hvammstanga.

<>

Krapa­flóð í Svar­tá stoppaði á brúnni að bæn­um Bark­ar­stöðum á mánu­dag­inn fyr­ir rúmri viku síðan með þeim af­leiðing­um að áin fann sér far­veg vest­an við brúna, yfir veg­inn að bæn­um og fólkið á bæn­um varð sam­stund­is inn­lyksa.

Brú­in var gerð fær og komst fólkið fyrst aft­ur yfir hana á fimmtu­dags­kvöld.

Ljós­mynd/​Aðsend

Aðgerðir gengu vel
„Það var mik­il spenna á brúnni og ofboðsleg þving­un. Ég veit ekki hversu mik­ill þungi af ís sem lá á henni og hélt henni í spennu. Það gekk svo­lítið mikið á þegar verið var að lyfta brúnni úr ísn­um og grafa hann frá henni ró­lega.“

Hann seg­ir eft­ir að koma í ljós hvað ger­ist þegar farið verður að keyra brúnna.

„Það er pínu­lít­il sveigja á henni ennþá en ég hef nú trú á að hún klári að rétta úr og jafni sig við um­ferð,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Brú­in yfir Svar­tá upp að Bark­ar­stöðum er rétt tæp­ir 30 metr­ar á lengd og milli 28 og 29 tonn að þyngd.

Brú­in yfir Svar­tá upp að Bark­ar­stöðum er rétt tæp­ir 30 metr­ar á lengd og milli 28 og 29 tonn að þyngd. Ljós­mynd/​Aðsend

Komust á árs­hátíð
Víðir Már Gísla­son og sam­býl­is­kona hans Linda Carls­son reka sauðfjár­bú á Bark­ar­stöðum þar sem þau búa ásamt fjór­um börn­um á grunn­skóla­aldri.

Víðir sagðist í síðustu viku verða fyr­ir vinnu­tapi en hann er skóla­bíl­stjóri í Húna­byggð. Þá sagði hann hætt við því að krakk­arn­ir myndu missa af árs­hátíð í skól­an­um á fimmtu­dag­inn var.

Víðir gat gengið yfir brúnna með krakk­ana á fimmtu­dags­kvöld áður en brú­in var orðin fær á föstu­dag­inn og árs­hátíðar­upp­lif­un­inni var bjargað.

„Þeim tókst að hífa brúnna í rétta stöðu og svo var veg­ur­inn lagaður. Þeir voru hérna í ein­hverja þrjá eða fjóra daga. Þetta var nú ekk­ert stór­mál,“ seg­ir Víðir.

Heimild: Mbl.is