Home Fréttir Í fréttum Þjónusta í göngum auglýst á ný

Þjónusta í göngum auglýst á ný

117
0
Hvalfjarðargöng. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Vega­gerðin hef­ur ákveðið að hafna þeim tveim­ur til­boðum sem bár­ust í rekst­ur og þjón­ustu í Hval­fjarðargöng­um árin 2023-2025. Til­boðin reynd­ust langt yfir kostnaðaráætl­un Vega­gerðar­inn­ar.

<>

Fyr­ir­tækið sem þjón­ust­ar göng­in í dag er Meit­ill – GT tækni á Akra­nesi. Samn­ing­ur­inn er í gildi fram á mitt sum­ar og því verða göng­in þjón­ustuð eins og áður fram að þeim tíma.

„Nú verður unnið að því að skerpa útboðsgögn­in. Stefnt er að því að bjóða verk­efnið út aft­ur í lok mars,“ seg­ir í skrif­legu svari frá Sól­veigu Gísla­dótt­ur upp­lýs­inga­full­trúa hjá Vega­gerðinni.

Heimild: Mbl.is