Þann 21. febrúar 2023 voru opnuð tilboð í endurmótun, styrkingu og malbikun á 5,4 km kafla á Þrengslavegi (39-01), frá afleggjara að Lambafells námu að afleggjara að Litla-Sandfelli.
Verkið felst að stærstum hluta til í fræsingu núverandi vegar, lítilsháttar breikkun, jöfnun og útlögn malbiks.
Helstu magntölur eru.
– Skeringar 1.546 m3
– Styrktarlag 1.980 m3
– Burðarlag 0/22 7.153 m3
– Fláafleygar 7.854 m3
– Malbik 60 mm 41.999 m2
– Gróffræsun slitlags 35.807 m2
– Vegrifflur 5.400 m
– Frágangur fláa 68.042 m2
– Malaraxlir 1.077 m2
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2023.