Home Fréttir Í fréttum Þor­valdur kaupir Alli­ance-húsið á 880 milljónir

Þor­valdur kaupir Alli­ance-húsið á 880 milljónir

382
0
Ljósmynd: Sigtryggur Sigtryggsson

Borgarráð hefur samþykkt að selja Alliance-húsið að Grandagarði 2 til Arcus ehf. á 880 milljónir.

<>

Borgarráð hefur samþykkt að selja Alliance-húsið að Grandagarði 2 til Arcus ehf., félags í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG verks. Réttur til uppbyggingar á lóðinni fylgir með kaupunum. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Þorvaldur Gissurarson, eigandi Arcus ehf.
© BIG (VB MYND/BIG)

Arcus áformar að reisa á lóðinni Hótel Jón forseta, íbúðarhús og koma upp saltfisksetri í Alliance-húsinu.

Alliance-húsið var friðað af menntamálaráðherra í febrúar 2010 og nær friðunin til ytra borðs aðalhúss. Húsið var reist á árunum 1924-1925 til að hýsa starfsemi útgerðarfyrirtækisins Alliance sem var stofnað af Thor Jensen og fleirum. Guðmundur H. Þorláksson, húsasmiður teiknaði húsið.

Reykjavíkurborg festi kaup á Grandagarði 2 árið 2012 fyrir 340 milljónir króna. Í dag er starfrækt í húsinu Sögusafnið og veitingastaðurinn Matur og drykkur ásamt því að nokkrir listamenn hafa aðstöðu á efri hæðum hússins.

Fasteignin að Grandagarði 2 er skráð 2.701 fermetri á þremur hæðum. Í viðbyggingu er rekið norðurljósasetur.

Viðbótarbyggingamagn á lóðinni er samkvæmt skipulaginu 5.593 fermetrar. Þar af eru 4.193 fermetrar ofanjarðar.

Heimild: Vb.is