Home Fréttir Í fréttum Áform um að reisa stærstu landeldisstöð landins

Áform um að reisa stærstu landeldisstöð landins

225
0
Landeldi hf. hyggst stækka eldisstöðina og framleiða 52 þúsund tonn af laxi árlega. Mynd/Landeldi hf.

Land­eldi hf. stefn­ir að því að stækka land­eld­is­stöð sína í Ölfusi þannig að þar verði unnt að fram­leiða 52 þúsund tonn af laxi á ári. Eru þetta mestu áform um land­eldi sem uppi eru hér á landi. Áður voru áætlan­ir Sam­herja um 40 þúsund tonna stöð á Reykja­nesi stærst­ar.

<>

Land­eldi hf. hef­ur hafið eldi í fyrsta áfanga stöðvar­inn­ar og er að ljúka um­hverf­is­mats­ferli fyr­ir næstu tvo áfanga sem gera fyr­ir­tæk­inu kleift að fram­leiða 28 þúsund tonn á ári.

Land­eldi er komið með 500 þúsund laxa í sjö sjótanka í fyrsta hluta stöðvar­inn­ar. Þeir stærstu eru um tvö kíló að þyngd.

Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri Land­eld­is, seg­ir að fyrsta slátrun verði í apríl, til­raunaslátrun, en reglu­leg slátrun hefj­ist með haust­inu. Stefnt er að því að full fram­leiðsla verði á næsta ári, 8.500 tonn.

Heimild: Mbl.is