Home Fréttir Í fréttum Eldri húsin hverfa jafnt og þétt

Eldri húsin hverfa jafnt og þétt

111
0
Heklureiturinn. mbl.is/Árni Sæberg

Hús­in sem stóðu á Heklureitn­um svo­nefnda hverfa sjón­um jafnt og þétt. Vinnu­vél­ar hafa verið þar að störf­um und­an­farna mánuði til að und­ir­búa reit­inn fyr­ir ný­bygg­ing­ar.

<>

Eins og komið hef­ur fram í Morg­un­blaðinu stend­ur til að reisa þarna allt að 440 íbúðir á næstu árum. Í tveim­ur fyrstu áföng­un­um rísa 180 íbúðir. Miðað við að meðal­sölu­verð íbúðar sé 80 millj­ón­ir króna er sölu­verðmæti íbúða á reitn­um um 35 millj­arðar.

mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Áformað er að hefja sölu á fyrstu íbúðunum árið 2025, en byrjað verður á tveim­ur átta hæða fjöl­býl­is­hús­um út frá horni Lauga­veg­ar og Nóa­túns. Hæðirn­ar verða átta næst Lauga­veg­in­um en stall­ast niður upp að Braut­ar­holti.

Reit­ur­inn komst í eigu Arn­ar Kjart­ans­son­ar og fé­laga haustið 2021. Þeir hafa skipt reitn­um í fimm hluta en eft­ir er að rífa eldri hús fyr­ir síðari áfanga verks­ins.

 

Heimild: Mbl.is