Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Akraneskaupstaður skrifar undir samning við Víðsjá verkfræðistofu vegna Brekkubæjarskóla

Akraneskaupstaður skrifar undir samning við Víðsjá verkfræðistofu vegna Brekkubæjarskóla

260
0
Mynd: Akranes.is

Þriðjudaginn 14. febrúar var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Víðsjár verkfræðistofu um verkfræðihönnun vegna endurbóta og viðbygginga 1. hæðar Brekkubæjarskóla, alls um 1970 fm.

<>

Þar af er viðbygging um 160 þar sem kemur nýtt anddyri til vestur og stækkun á nemendatorgi. Endurbætur miða að því að aðlaga húsnæði að þeim kröfum sem eru gerðar til skólahúsnæðis í dag.

Tvö tilboð bárust í verkið frá Víðsjá verkfræðistofu upp á kr. 41.409.000 og Lotu verkfræðistofu upp á 55.217.200.

Til stendur að bjóða verkframkvæmdina út í haust en framkvæmdin verður áfangaskipt og dreifist á 2-3 ár.

Heimild: Akranes.is