Home Fréttir Í fréttum Tillaga að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið í Grindavík kynnt

Tillaga að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið í Grindavík kynnt

121
0
Teikning: JeES arkitektar

Í vikunni, þriðjudaginn 14. febrúar, fór fram kynningarfundur um nýtt deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið í Grindavík.

<>

Tillagan gerir ráð fyrir möguleika á mikilli uppbyggingu á íþróttasvæðinu á næstu áratugum.

Deiliskipulagið felur m.a. í sér að skilgreina byggingarreiti fyrir mannvirki sem tilheyra íþróttasvæðinu, staðsetningu gervigrasvalla og æfingasvæða ásamt göngustígum og bílastæðum.

Gert er ráð fyrir að aðstaða til íþróttaiðkunar í Grindavík verði enn betri en hún er í dag með þeim framkvæmdum sem mögulegt er að ráðast í á grundvelli deiliskipulagsins. Tillagan er unnin af JeES arkitektum að höfðu samráði við fjölda aðila á undanförnum mánuðum.

Tillögu að deiliskipulagi má finna hér.

 

Myndband sem sýnir mögulegt byggingamagn á svæðinu má finna hér. Athugið að myndbandið sýnir mögulegt byggingamagn en ekki hönnun þeirra mannvirkja sem gætu risið á svæðinu.

Heimild: Grindavik.is