Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við tvöföldun gistihússins að Langaholti

Framkvæmdir við tvöföldun gistihússins að Langaholti

197
0

Unnið er hörðum höndum að stækkun gistiheimilisins að Langaholti á Ytri Görðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Auka á gistirými um helming og bæta móttöku fyrir gesti. „Við erum að bæta við 20 herbergjum til viðbótar hjá okkur og verðum þá alls með 40 herbergi þegar þessum framkvæmdum verður lokið. Það var sótt um leyfi fyrir þessari stækkun fyrir þremur árum en þá voru ekki forsendur til að fara í þessar framkvæmdir. Við endurnýjuðum svo umsóknina síðastliðið haust og hófum framkvæmdir í vetrarbyrjun,“ segir Keli Vert eða Þorkell Símonarson sem á og rekur Langaholt ásamt fjölskyldu sinni.

<>

Heimild: Skessuhorn.is