Home Fréttir Í fréttum Líkur á að skattaundanskot hafi aukist í byggingaiðnaði

Líkur á að skattaundanskot hafi aukist í byggingaiðnaði

67
0

Lægri endurgreiðsla virðisaukaskatts hefur aukið líkur a skattaundanskotum í byggingaiðnaði, að mati Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Alls hefur beiðnum um endurgreiðslur fækkað um 60 prósent á sama tíma og umsvif í byggingaiðnaði hafa aukist.

<>

Þar segir að í ársbyrjun 2015 hafi endurgreiðsla virðisaukaskatts til eigenda íbúðarhúsnæðis lækkað vegna vinnu iðnaðarmanna á húsnæði þeirra úr 100 prósentum í 60 prósent. Endurgreiðslurnar höfðu þá verið 100 prósent frá árinu 2009 í tengslum við hið svokallaða „Allir vinna“ átak. Frá því að endurgreiðslurnar voru lækkaðar hefur beiðnum um endurgreiðslur fækkað mikið, eða um 60 prósent. Það gerist á sama tíma og umsvif í byggingaiðnaði hafa stóraukist. Því bendir allt til þess að svört vinna sé í mikilli uppsveiflu.

Þannig sleppur kaupandi að vinnu við að greiða 40 prósent af virðisaukaskattinum og seljandi geti þá sömuleiðis sleppt því að gefa vinnuna upp til tekjuskatts. Þannig verði hið opinbera af umtalsverður tekjum. Á meðan að endurgreiðslur voru 100 prósent var hins vegar engin fjárhagslegur hvati hjá kaupanda að svíkjast undan því að borga virðisaukaskatt og hann því líklegri til að gefa verkið upp.

Heimild: Kjarninn.is