
Mosfellsbær undirritaði í vikunni verksamning við verktakafyrirtækið Jarðval sf. um gatnagerðarframkvæmdir við nýja götu við Hamraborg – Langatanga.

Verkið var boðið út í desember síðastliðnum og bárust 7 tilboð. Jarðval sf. átti lægsta tilboð af þeim tilboðum sem bárust. Samningurinn hljóðar um 111 m.kr. og er áætlað að framkvæmdir standi yfir fram í júlí 2023.
Á svæðinu við Hamraborg – Langatanga verða 5 raðhús, 6 einbýlishús auk tveggja fjölbýlishúsa.
Heimild: Mos.is