Home Fréttir Í fréttum Milljarðatugir í Heklureitinn

Milljarðatugir í Heklureitinn

269
0
Teikning af fyrstu tveimur fjölbýlishúsunum sem áformað er að reisa á Heklureit. Teikning/THG/Teiknistofa arkitekta

Áformað er að hefja sölu íbúða á Heklureitn­um í Reykja­vík vor eða sum­ar 2025. Örn Kjart­ans­son fjár­fest­ir seg­ir gert ráð fyr­ir rúm­lega 180 íbúðum í tveim­ur fyrstu áföng­un­um á reitn­um en þar verði alls um 440 íbúðir.

<>

Und­an­farið hef­ur staðið yfir niðurrif á horni Lauga­veg­ar og Nóa­túns en þar rísa tvö fyrstu fjöl­býl­is­hús­in, sem hér eru sýnd á teikn­ingu.

Á þessu horni og á aðliggj­andi lóðum áforma Örn og viðskipta­fé­lag­ar hans að reisa um 440 íbúðir á næstu árum. Miðað við að meðal­sölu­verð íbúðar sé 80 millj­ón­ir er sölu­verðmæti íbúða á reitn­um um 35 millj­arðar króna.

Keyptu lóðirn­ar haustið 2021

Örn og viðskipta­fé­lag­ar hans keyptu lóðirn­ar sem mynda Heklureit­inn haustið 2021.

Örn upp­lýs­ir að reit­ur­inn skipt­ist í minni reiti, A, B, C, D og E, og að 83 og 103 íbúðir verði á reit­um A og B á Lauga­vegi 168 og 170. Áformað sé að hefja sölu íbúða á A-reit vor eða sum­ar 2025 og svo sölu íbúða á B-reit sex til átta mánuðum síðar.

Eins og sjá má á teikn­ing­unni er gert ráð fyr­ir að fyrstu hús­in verði átta hæðir Lauga­vegs­meg­in en stall­ist svo niður að Braut­ar­holti.

Götu­mynd­in tek­ur mið af áform­um um borg­ar­línu. Teikn­ing/​THG/​Teikni­stofa arki­tekta

„Hús­in tvö eru stór­ir skrokk­ar, með 83 og 103 íbúðum, sem ger­ir það að verk­um að við get­um búið til marg­ar vör­ur í einu húsi. Það er að segja boðið upp á íbúðir fyr­ir marga hópa og þar með stór­an kaup­enda­hóp.

Við erum með íbúðir af öll­um stærðum, allt frá 47 fer­metr­um upp í um 150 fer­metra, og þar með talið íbúðir á tveim­ur hæðum fyr­ir stærri fjöl­skyld­ur en húsið stall­ast mjög hratt niður sem skap­ar góð birtu­skil­yrði í öll­um íbúðum.

Út af stöll­un­inni fáum við líka tölu­vert af einkaþak­görðum en jafn­framt verður stór sam­eig­in­leg­ur þak­g­arður fyr­ir alla íbúa,“ seg­ir Örn og vís­ar til A-reits.

Frá 60 millj­ón­um króna

Spurður um verð íbúða á Heklureit seg­ir Örn eft­ir að ákveða verðið en ætla megi að það verði frá 60 millj­ón­um og að marg­ar íbúðanna muni kosta um 100 millj­ón­ir. Svo bend­ir hann á að bygg­ing­ar­kostnaður hafi hækkað mikið und­an­farið og meira en bygg­ing­ar­vísi­tal­an gefi til kynna.

Örn Kjart­ans­son fjár­fest­ir hef­ur langa reynslu af þróun fast­eigna. Mbl.is/​Eggert

„Maður sér ekki fyr­ir end­ann á því en marg­ir þætt­ir bygg­ing­ar­vísi­töl­unn­ar hafa verið að hækka mikið meira en bygg­ing­ar­vísi­tal­an hef­ur verið að end­ur­spegla. Hún er birt með svo mik­illi tíma­töf. Það að stál hafi hækkað kannski um 140% hreyf­ir ekki bygg­ing­ar­vísi­töl­una að sama marki,“ seg­ir Örn að lok­um.

Ítar­lega var rætt við hann um viðskipta­fer­il­inn í miðopnu­viðtali ViðskiptaMogg­ans í þess­ari viku.

Heimild: Mbl.is